mars 22, 2005

Andskotans djöfulsins þorrinn

Ég er búin að skammast mín heillengi fyrir að hafa ekki skrifað í dagbókina svo það er víst kominn tími til að ég segi eitthvað.

Á laugardagskvöldið blótuðum við þorrann í LA (seint blóta sumir en blóta þó), við hittum þar eitthvað af fólki sem við könnuðumst við og helling af fólki sem við þekktum ekkert. Við skemmtum okkur þó bara glimrandi vel en mikið magn af bjór gæti líka verið ein af ástæðum þess. Eftir blótið tókum við leigubíl heim til Völu og Ólivers sem biðu okkar með uppábúnar dýnur og alles, það er ekki að spyrja að þjónustunni :)

Daginn eftir var nú ekki eins gaman, ekki hjá mér a.m.k. Eitthvað var líkaminn ósáttur við útreiðina. Núna man ég af hverju maður á ekki að drekka 10 lítra af bjór og nokkur skot af brennivíni.

Ég er þó núna, á þriðjudegi, búin að jafna mig að mestu og tilbúin að skála fyrir sjálfri mér í bjór fyrir að hafa lokið við íslensku skattskýrsluna.

Posted by Solla Beib at 22.03.05 21:45
Comments

GÓÐUR SOLLA.hAHA.

Posted by: MAMMA at 23.03.05 16:02

Gott að heyra að þú ert hressari! Hlökkum til að sjá ykkur aftur sem fyrst :)

Posted by: Vala at 23.03.05 20:51

Hva...ertu dottin úr æfingu tjelli?
Langar að þakka fyrir jólakortið sem að ég fékk um daginn...sæt myndin af skvísunni í hawaii múnderingunni ;)

Posted by: Guðný Birna at 26.03.05 08:57

Hva...ertu dottin úr æfingu tjelli?
Langar að þakka fyrir jólakortið sem að ég fékk um daginn...sæt myndin af skvísunni í hawaii múnderingunni ;)

Posted by: Guðný Birna at 26.03.05 08:57