febrúar 28, 2005

Gunni verslunarpía

Við létum verða af verslunarferðinni í gærmorgun, vorum mætt á svæðið klukkan hálf 11, tilbúin að tæma reikningana.

Það tókst nú bara ágætlega, það voru þó aðallega Gunni og Arndís Dúna sem nutu góðs af því, ég fékk þó tvo toppa og get vel unað við minn hlut.

Það kom mér þó á óvart hvað Gunni var duglegur, hann var miklu æstari en ég búðunum, kannski af því hann vantaði fleiri flíkur en mig, við vorum líka mest í karlabúðunum, það hjálpar líklega eitthvað.

Seinnipartinn fórum við í sund með Nick og Gabriel, við eyddum, eins og svo oft áður, mestum tímanum í heita pottinum en kíktum þó aðeins í laugina sem var bara sæmilega hlý og góð. Arndís Dúna var þó alls ekki sátt við það, hún vildi fara strax aftur í pottinn, þar var nefnilega bæði hlýrra og líka hálfgerðar sápukúlur (meila bubbles). Arndís Dúna er búin að læra að segja sund en ruglast alltaf þegar hún hefur ekki heyrt orðið lengi og segir sump. Hún getur þó alveg sagt sund því eftir að ég leiðrétti hana þá ber hún orðið alveg rétt fram.

Okkur fannst Arndís Dúna vera pínlulítið heit í kvöld þegar hún var að fara í bólið svo við mældum hana og hún reyndist hafa smá hitaslæðing. Gunni þarf að kenna á morgun fyrir hádegi svo ég hringdi í yfirmanninn og sagðist koma eftir hádegi. Við mæðgurnar getum þá dúllað okkur í fyrramálið, sett í nokkrar þvottavélar og svoleiðis (Arndísi finnst það sko ekki leiðinlegt). Ég hlakka bara til það er gott að fá smá aukatíma með henni, ég hitti hana nefnilega svo sjaldan á morgnanna.

Posted by Solla Beib at 28.02.05 21:06
Comments

Ég vona að ég hafi náð að sá einhverjum verslunarfræum sem eru að brjótast út núna. hi hi
gaman að þið fáið fjölskylduna til ykkar í sumar.

Bið að heilsa Arndísi Dúnu og veriði nú duglega að sýna henni myndir af okkur!!!

Posted by: Dóra Hlín at 02.03.05 05:31

Já Gunni þú hefðir getað lært verslunnarferðir af mér í fyrra(barnaföt)þú ert sennilega tregur fyrst það tók HEILLT ár.

Posted by: Tengdó at 03.03.05 17:38