febrúar 26, 2005

Weekend Update

Það hefur verið ansi lítið um skriftir á þessari síðu undanfarið, ég ætla nú samt ekki að lofa bótum á næstunni því ég væri vís með að svíkja það.

Síðustu helgi fórum við til Pasadena í heimsókn til Völu og Ólivers, það var ansi gaman, við fengum að fljóta með í smá brúðkaupsveislu hjá Hannesi og Gerði en þau létu pússa sig saman um jólin og ætla síðan að halda veislu í sumar heima á Íslandi.

Við skemmtum okkur mjög vel þótt við þekktum ekki líkt um því alla, fínt tækifæri til að hitta nýtt og áhugavert fólk.

Þessi helgi verður nú bara róleg, við fórum í morgunmat með vinafólki okkar á meðan hreingerningarkonan tók húsið í gegn og síðan eftir hádegið kíktum við til Jonnu og Braga, þau röðuðu kökum og góðgæti í alla familíuna og Arndís Dúna kom heim með súkkulaði út um allt, ég var einmitt að setja bolinn hennar í þvottaefnisbleyti, ég vona að ég nái blettunum úr.

Það er óvíst hvað við gerum á morgun en upp hefur komið hugmynd um að fara í verslunarferð fyrir hádegi, ef það gengur ekki eftir þá er líklegt að við förum annað hvort í dýragarðinn eða niður á strönd.

Annað í fréttum er að Jóna systir ætlar að koma í sumar ásamt Álfheiði Unu dóttur sinni, ekki nóg með það heldur ákvað pabbi að skella sér með eftir að ég var búin að lofa honum sérherbergi með tölvu til að hlusta á fréttirnar á RÚV :) Ég er orðin þvílíkt spennt, held að það verði rosalega gaman að fá þau öll hingað.

Posted by Solla Beib at 26.02.05 19:29
Comments

Við dömurnar í Skaftahlíðinni erun nú ekki minna spenntar yfir að vera að koma til ykkar - ekki nema 4 1/2 mánuður þangað til!!! þokkalega er talið niður:)

Posted by: Jóna Systir at 27.02.05 13:03

Hæ ekki trúi ég að PABBI þinn sé að fara til þín hahaha.Eða ég öfunda þaug bara kanski. bæb

Posted by: Dúna Amma at 28.02.05 16:24