janúar 30, 2005

Veikindi og músaskítur

Í síðustu viku fékk Arndís Dúna flensu, hún hefur aldrei fengið jafn háan hita áður og okkur stóð alls ekki á sama eitt kvöldið þegar hann náði upp í 40 stig.

Sem betur fer batnaði henni aftur en við fórum þó með hana til læknis því hóstinn var mjög ljótur. Í ljós kom að hún var bæði með lungnakvef (bronchitis) og eyrnabólgu, ekki skrítið að hún hafi ekki sofið vel. Hún fékk sýklalyf og er öll að koma til, er orðin hitalaus og bara nokkuð hress.

Á sama tíma og hún varð veik uppgötvuðum við að það er mús í húsinu, ég er ekki neitt afskaplega hrifin af músum, sérstaklega ekki þeim sem kúka á eldhúsbekkinn minn. Við fengum meindýraeyði í heimsókn og hann setti upp nokkrar gildrur, einnig komu menn frá stúdentagörðunum og fylltu upp í tvær holur sem eru bak við eldavélina. Síðan erum við búin að sótthreinsa allt í bak og fyrir og vorum að vonast til að músarófétið væri bara horfið.

Ó sei sei nei, ekki aldeilis, í morgun var hún búin að skíta út um allan eldhúsbekkinn. Algjör vibbi, ég er búin að vera með brúsa með klór og vatni og sprauta út um allt og þvo af, það er manni sagt því það getur einhver stórhætturlegur viðbjóður verið í skítnum.

Það er svolítið skondið þó að Arndís Dúna kallar bleyjurnar sínar mýs, þær eru nefnilega með mynd af Mikka Mús og félögum, þegar skipta á um bleyju segist hún vera að fá nýja mús.

Ég vona þó að hún sé ekkert að fá nýja mús (að þessi/ar sem fyrir er/u sé/u ekki að fjölga sér) mér líkar ekkert afskaplega vel við ástandið.

Posted by Solla Beib at 30.01.05 15:47
Comments

Nei, það er hundleiðinlegt að vera í baráttu við mýs - maður getur ekki unnið!!!
kossar og knús til beib fjölskyldunnar

Posted by: Dóra Hlín at 31.01.05 06:35

Þekkið þið tótlu? þið eruð með bloggið hennar hjá ykkur

Posted by: Dóra Hlín at 31.01.05 06:37

Eg kynntist Totlu i VRII hun var mikid inni i Byggingarherberginu.

Posted by: Solla at 31.01.05 12:34

vá nú eruði sko óheppin að ég hafi ekki verið á svæðinu!!! Það gerðist sko nokkrum (tvisvar svo að ég muni) sinnum í grunnskólanum mínum að það komust mýs í hús og áttu það til að fjölga sér...við krakkarnir eyddum stundum smá tíma við veiðar :)
Ég vona nú að litla prinsessan eigi eftir að ná sér almennilega.
Kær kveðja

Posted by: Guðný Birna at 31.01.05 14:25

Mýs, nei takk og ég sem var að hugsa um að líta í heimsókn til ykkar einhverntíma.
Ég ef lítill áhuga á að hitta mýs, þó sér í lagi þær sem eru svo frakkar að gera stykkin sín uppá eldhúsbekki.

Posted by: Liney at 31.01.05 16:48

Ja hérna við Dúnurnar höfum legið með 40 stiga hita á sama tíma,hér er búin að vera FLENSA ég svaf í einn og hálfan sólarhring,skólinn og leikskólinn voru lokaðir einn dag allt starfsfólkið veikt og mörg börninn.En smá mýs allt í lagi meðan þær sofa ekki uppí hjá ykkur.hahaha.

Posted by: Amma Dúna at 02.02.05 14:18