janúar 27, 2005

Hola, ¿ como estan?

Nú er maður byrjaður að læra spænsku í skólanum. Ég er náttúrulega strax orðinn miklu betri en ég var.
Áður en ég byrjaði þá var hægt að summa upp heildarkunnáttu mína í spænsku í eftirfarandi samtali:
Una cerveza grande por favor. (5 mín). Una mas. (5 mín). Una mas ...(3klst).. Una mas. ..(3klst)..
Please sir, you must leave, you cannot sleep here!

Núna getur maður vonandi verið aðeins fágaðri í samskiptunum við þá spænsku.

Anyways, þá skrifaði ég fyrstu ritgerðina mína á spænsku um daginn og fyrstu ritgerðina sem
ég skrifa í meira en 6 ár held ég. Snilldarverkið hét "Mi hija" sem útleggst á íslensku sem
"Dóttir mín". Algjör gullmoli sem seint gleymist held ég. Eitt hundrað orðum hefur sjaldan verið
hnoðað saman af slíkri snilld.

Posted by gungun at 27.01.05 11:15
Comments

haha.. þetta er það sama og ég lærði eftir þriggja vikna dvöl á Spáni.

Held því fram að maður þurfti ekki að kunna neitt meir!

Posted by: Hulda at 27.01.05 16:54

Þurfi.. þurfti.. þetta er allt sama bablið..

Posted by: hulda at 27.01.05 16:55

¿Donde esta la biblioteka municipal?

Posted by: Finnur at 30.01.05 20:05

Un burro sabe mas que tu, gilipollas.

Posted by: Bjarni bróðir at 31.01.05 03:50

gilipollas er eitt það mikilvægasta sem stelpur þurfa að læra ;) passaðu þig samt að rugla ekki saman polla og pollo

Posted by: Dóra Hlín at 31.01.05 06:32