janúar 24, 2005

Eitthvað fyrir alla

Á sunnudaginn fórum við í dýragarðinn hér í Santa Barbara. Hann er mjög þægilegrar stærðar og við eigum árskort þar og því er hentugt að skreppa þótt ekki sé nema í einn tvo tíma.

Arndís Dúna var afskaplega hrifin af öpunum og talaði varla um neitt annað á leiðinni heim. Þeir voru í glimrandi skapi, sveifluðu sér fram og til baka, Arndís stóð og horfði á og hrópaði róla róla.

Eftir svolitla stund settumst við niður og fengum okkur nesti með útsýni yfir fílana. Eftir smá stund kippir Gunni í mig og bendir mér á að Noah Wyle (dr. John Carter) standi fyrir aftan hann með barnakerru.

Mér fannst það náttúrulega stórmerkilegt, hafandi verið skotin í honum frá því í fyrsta ER þættinum :) Þar sem mér var nú kennt sem barni að glápa ekki og benda á fólk hamdi ég mig og rétt gaut bara augunum til hans öðru hvoru. Mest langaði mig þó að hlaupa til hans og stara og jafnvel koma við hann en hann var víst ekki til sýnis þótt hann væri í dýragarði.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er nú ekki fanatískur aðdáandi, ég vissi t.d. ekki að hann ætti barn (sýndist það vera strákur en þetta var í smá fjarlægð).

Nú er ég samt orðin svolítið forvitin um hann Noah, ætli hann búi hérna? Ég geri mér bara ekki grein fyrir því hversu margt frægt fólk býr hér, veit bara um nokkra.

Posted by Solla Beib at 24.01.05 21:00
Comments

Vá, mjög kúl! Þið megið skila kveðju til Clooney frá mömmu næst þegar þið hittið hann ;)

Posted by: Vala at 24.01.05 22:44

PS. Haldiði að þeir séu ekki ennþá vinir annars þó Clooney sé löngu hættur í ER? Bara smá pæling.

Posted by: Vala at 24.01.05 22:45

Trúi því ekki að þú hafir ekki látið Gunna taka mynd af þér með honum!!!

Posted by: Svandís at 25.01.05 03:24

Ég held að dr. Carter hafi bara verið að heimsækja æskustöðvar dr. Green. Sá sem lék hann er nefnilega fæddur og uppalinn í Santa Barbara, ekki samt í apabúrinu.

Posted by: Stella at 25.01.05 09:06

Mer skildist lika eftir ad sja einhverja sidu um Noah ad hann og kona hans hafi gift sig her rett fyrir utan Santa Barbara arid 2000, sel thad ekki dyrara en eg keypti thad.

Their Clooney eru eflaust bestu felagar enntha, alltaf ad spila korfu og svona :)

Eg vissi ekki ad dr. Green vaeri hedan, Stella thu veist alltaf allt.

Posted by: Solla at 25.01.05 12:56

Jeminn sástu hönkinn barasta!! Ég hefði sko verið til í það!

Posted by: Guðný Birna at 25.01.05 13:05

Ég hefði aldrei getað verið svo kurteis að bara gjóa augunum í áttina að honum - ó mæ ó mæ ó mæ - þú og þinn innri styrkur Solla mín - dáist að honum !!!

Posted by: Guðrún K at 26.01.05 04:33

Úff hefði maður vilja vera í þínum sporum og ég hefði sko ekki hamið mig heldur bara glápt eins og api. Hann er nú bara sá flottasti í ER!

Posted by: Inga at 30.01.05 07:10

Noah kom í Daily Show með Jon Stewart fyrir nokkrum mánuðum síðan og sagði að hann væri búinn að eignast barn og að hann aldrei séð jafn mörg ber konubrjóst á ævinni og eftir að krakkinn fæddist! :)

Svo minntist hann í e-m þættinum á það að hann væri nú farinn að upplifa tíma dags sem hann hélt að væru ekki til, eins og til dæmis 3am og 5am þar sem venjulega væri hann sofandi þegar klukkan slær þrjú um nótt. Nú upplifir hann þá reglulega. :D

Skil þig annars vel að sitja á strák þínum; maður sér öðru hvoru fræga leikara hér í Bandaríkjunum og aldrei þorir maður að segja neitt. Manni dettur bara aldrei neitt sniðugt í hug að segja við þetta fólk sem maður þekkir ekki neitt en finnst sem maður þekki út og inn... "ööööö, kemurðu oft hingað?" :D

Posted by: Finnur at 30.01.05 20:03