janúar 04, 2005

Líkami fyrir mitt líf

Gleðilegt ár allir saman!

Nýja árið leggst mjög vel í mig, 2005 hljómar eitthvað svo fallega.

Ég er byrjuð á nýju prógrammi í Líkami fyrir lífið. Ég lauk hinu um miðjan desember og var ánægð með árangurinn, náði sumum af mínum takmörkum, t.d. að missa 10 kíló passa í gallabuxurnar sem ég notaði áður en ég varð ófrísk af Arndísi Dúnu, vera ánægðari með sjálfa mig og lyfta 10% meira en ég gerði (náði að lyfta 50% meira, sem ég held að sé nú bara fínt). Öðrum náði ég ekki alveg, gamli uppáhaldsbolurinn minn er ennþá svolítið þröngur og mér tókst bara að kreista út jafntefli í sjómann við Gunna. Það að ætla að vinna Gunna í sjómann var nú meira til að fá hann til að byrja sjálfur að hreyfa sig, tókst ekki alveg. Ég minnkaði líka fituhlutfallið um tæp 5% og það á víst að vera gott.

Það er fínt að vera byrjuð aftur eftir sukk og svínarí jólanna, ég fann hvað ég varð þreytt um jólin á því að borða svona mikinn sykur og hreyfa mig minna (ekki að það fengi mig til að hætta því :)).

Ég hvet því alla sem langar að taka sig á að byrja á þessu prógrammi með mér, það er miklu skemmtilegra að geta fylgst með öðrum líka, þið getið kynnt ykkur þetta á www.eas.is

Það sem mér fannst erfiðast síðast var að vera nógu dugleg við að borða og finna mér fjölbreytta fæðu, eitt markmiða minna er því að bæta það á þessum 12 vikum, finna mér uppskriftir sem henta og vera dugleg við að elda mikið í einu svo ég þurfi ekki alltaf að vera að elda.

Endilega að drífa sig með mér svo ég verði ekki einmana!

Posted by Solla Beib at 04.01.05 20:38
Comments

Vá hvað þú ert búin að vera dugleg! Til hamingju!!! Núna verð ég að fara að taka betur á því ;)

Posted by: Guðný Birna at 05.01.05 05:33

wow.. 10 kíló!! .. það er ekkert smotterý!!

Ég er líka í átaki.. ætla að reyna að koma mér í kjörþyngd sem fyrst, en í það eru um 15 kíló!

Hollur matur og hreyfing er víst eina sem virkar.. við verðum saman í þessu á árinu..

Posted by: Hulda at 05.01.05 14:55

Vá, flott hjá þér Solla! Til hamingju!

Ég fann líka hvað ég varð þreytt eftir jólasukkið og hreyfingarleysið. Hérna í Danmörku hjóla ég bara og geng en í Noregi fórum við alltaf í bíl á milli staða. Ég var farin að þrá að fara út að hjóla...

Posted by: Stella at 05.01.05 15:34

engar fyrir og eftir myndir??

Posted by: denni at 08.01.05 07:29

Til hamingju með þetta Solla. Það var frábært að sjá þig fyrir jólin, þú lítur svaka vel út. Ég væri alveg til í svona prógramm sjálf, en finnst það aðeins of flókið, er samt alveg staðráðin í að missa 5 kíló fyrir sumarið... Kannski að líkami fyrir lífið sé málið?

Posted by: Anna Þorbjörg at 08.01.05 20:55

Nei engar fyrir og eftir myndir, thott eg se buin ad missa 10 kilo er eg samt algjor skessa ;)

Kannski verda myndir seinna, ef eg thori.

Posted by: Solla at 11.01.05 12:39

hæhæ og gleðilegt nýtt ár.
Mér finnst 10 kíló bara nokkuð góður árangur og til hamingju með þetta:)

Posted by: Björk at 13.01.05 10:07

Úfff - viljastyrkinn vantar ekki:)

Til hamingju með þennan árangur - kannski þetta sé eitthvað sem ég þyrfti að prófa. Er öll svona frekar slöpp eftir meðgöngurnar. Svo er ræktin líka í ca. 2 mín fjarlægð... hef enga afsökun:)

Gangi þér vel með nýja prógrammið!

Posted by: Védís at 14.01.05 04:23

Þú ert svo ótrúlega dugleg dúllan mín. Þú leist líka ekkert smá vel út á Thanksgiving. Gangi þér vel í framhaldinu. Knús

Posted by: Inga at 15.01.05 08:29