desember 27, 2004

Rokkarastig

Gunni gaf mér nokkur rokkarastig í jólagjöf, nánar tiltekið rafmagnsgítar og magnara.

Vinafólk okkar gaf mér uppfærslu á pickup-inn og gítarinn mun að sögn vina okkar hljóma eins og 600 dollara gítar eftir uppsetninguna.

Það er þvílíkt gaman að spila á gítarinn og núna verð ég að vera dugleg að æfa mig. Ég er búin að lofa Gunna að læra Smoke on the Water fljótlega, honum finnst það víst flott.

Ég fékk líka fleiri góðar gjafir t.d. gítarbók og helling af geisladiskum, takk fyrir mig.

Posted by Solla Beib at 27.12.04 11:00
Comments

Gott að þú fékkst ekki bara geisladiska... hehehe

Posted by: Fanney gella at 30.12.04 02:38

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár!!!
Ég er glöð að heyra að jólin hafi farið fram með besta móti hjá ykkur. Það er alltaf gaman að fylgjast með ykkur. ÉG er að sjálfsögðu hæst ánægð með rokkarafílinginn, hlakka til að heyra í þér, á ég að bóka tónleika með þér hérna á Ísó næsta sumar?? Nú er ég orðin 25 ára, þvílíkur munur en þið þekkið það auðvitað, gamlingjarnir ;) Annars allt rosa fínt að frétta, hér er brjálað veður og Guðný Birna situr heima hjá mér - veðurteppt. Kyssiði prinsessuna frá mér.
.

Posted by: Dóra Hlín at 03.01.05 03:02