desember 24, 2004

Gleðileg jól

Nú fara jólin bráðum að skríða í hús hér í Kaliforníunni og því kominn tími til að óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs.

Jólaundirbúningurinn var tiltölulega hefðbundinn að sumu leyti en óhefðbundinn að öðru þetta árið. Solla skreytti eins og geðsjúklingur (hefðbundið) en við bökuðum ekki neitt. Annað óhefðbundið var að við gerðum enga almennilega jólahreingerningu en þess í stað fengum við til okkar hreingerningakonu til að skrúbba pleisið í morgun á meðan við fórum út að borða morgunmat. Alveg blússandi lúxus á manni.

Jólasteikin verður hefðbundið lambalæri en lambið kom frá hinu óhefðbundna landi Ástralíu. Á morgun verða hins vegar hefðirnar í hávegum hafðar en þá verður eldað rammíslenskt hangikjöt með jafningi, grænum baunum og rauðkáli. Í kvöld er hins vegar stefnan sett á hefðbundinn pakkaupprifning með öllu tilheyrandi en undir óhefðbundna, dvergvaxna jólatréið okkar hefur verið troðið alveg urmul af pökkum, flestum til Arndísar en sumum til okkar Sollu og Völu og Ólivers.

Að lokum vil ég óska Lilju og Gísla til hamingju með besta jólapakka í heimi en þau eignuðust litla stúlku í gær á Þorláksmessu.

Posted by gungun at 24.12.04 17:30
Comments

Gleðileg jól esskurnar!!! Vona að þið eigið eftir að hafa það sem allra best!!!

Posted by: Guðný Birna at 25.12.04 16:39

Vona að jólin hafi verið sem best.. og öfunda ykkur mjög af skúringarkellingunni.. sendiði hana ekki bara yfir til mín þegar hún er búin hjá ykkur og segið að þetta sé sumarhúsið ykkar?

Posted by: Hulda at 27.12.04 12:47