nóvember 07, 2004

Kristileg eða hvað?

Þrátt fyrir að hafa saknað bloggsins þegar ég gat ekki skrifað þá hef ekki verið nógu dugleg að skrifa eftir að það kom til baka. Skamm skamm.

Síðasta vika leið hratt og vel án mikilla frétta á heimilinu þótt þær hafi verið miklar á heimsvísu. Ég reyndi að láta kosningaúrslitin ekki fara of mikið í taugarnar á mér en verð að segja að mér finnst Bandaríkjamenn stundum taka skrítnar ákvarðanir.

Ég hef verið mjög þæg síðustu mánuði, ekkert partýstand á mér því ég er í prógrammi þar sem ég má ekki drekka bjór nema einu sinni í viku og þar sem frídagurinn minn er á sunnudögum þá hef ég ekki verið mjög drukkin. A.m.k. ekki hingað til ;) Það eru líka mun færri ástæður til að djamma en þegar gengið var hér í vor. Ég sakna þeirra nú alveg slatta enda eru þau svo skemmtileg en það er líka ágætt að hafa hálft ár í djammi og hálft í rólegheitum :)

Ég fór nú líka í kirkju í dag, þetta var nú ekki hefðbundin Jesú kirkja heldur er mörgum trúarbrögðum og vísindum blandað saman í einn graut, kannski meira svona heimspeki kirkja. Þetta var bara fínt, predikunin var alveg ágæt og presturinn byrjaði á því að segja brandara (sem ég skildi ekki því hann vitnaði í fyrri predikun). Að mestu leiti var þjónustan lík þeirri heima, bekkirnir voru óþægilegir en það stoppaði ekki gamla manninn við hliðina á mér í því að sofna en það var ekki talað neitt um Jesú og Guð eins og maður er vanur. Ég mun nú líklega ekki fara í kirkju á hverjum sunnudegi en það var áhugavert að prófa þetta.

Posted by Solla Beib at 07.11.04 16:18
Comments

átti að vera ég... ekki guð...en það kom svoltið flott út

Posted by: Guðný Birna at 11.11.04 09:07