október 31, 2004

Komin aftur

Eftir langt hlé sökum tæknilegra örðugleika þá erum við komin aftur í bloggheiminn.

Ég verð að segja að ég saknaði bloggsins, svona er ég hrifin af því að flíka mínu lífi.

Það er allt ágætt að frétta, ég er búin að fá vinnu hjá litlu verkfræðifyrirtæki niður í bæ og vinn 7 tíma á dag. Hingað til hefur vinnan verið skemmtileg og ég vona bara að hún haldi því áfram.

Um daginn fórum við Gunni á Pixies, það var alveg geggjað, þau eru svo flott, röddin í konunni er meirháttar.

Gunni fór líka á R.E.M., það kostaði svo mikið að ég ákvað að fara ekki sjálf, hann skemmti sér mjög vel og var ánægður með fjárfestinguna.

Núna er Halloween, ég keypti kjúklingabúning handa Arndísi Dúnu og hún ætlar að fara að sníkja nammi á eftir (handa foreldrunum auðvitað). Næstum eins og hún sé litla stúlkan með eldspýturnar, látin fara út að vinna.

Ég er búin að kaupa mér nýja myndavél og vonandi drullast ég til að setja inn myndir. Nú hef ég reyndar mun minni tíma þar sem ég er útivinnandi mannenskja.

Jæja þá er kominn tími til að fara að skera út grasker í tilefni dagsins.

Posted by Solla Beib at 31.10.04 15:10
Comments

Velkomin aftur og til hamingju með nýju vinnuna!

Posted by: Stella og Kristján at 01.11.04 00:04

oh... mig langar svoo að upplifa halloween...keyptuð þið ykkur ekki búning??
Ég hlakka til að sjá myndir af þessu öllu saman :)

Posted by: Guðný Birna at 01.11.04 02:34

En gaman að þið séuð komin aftur í beina... hélt hreinlega að þið væruð búin að gefast upp á bloggheimi.
Venlig hilsen, Krissa.

Posted by: Krissa at 01.11.04 04:32

Velkomin til baka og til hamingju með vinnuna!!

Ánægð með ykkur að hafa farið á Pixies. Það er e-ð sem allir verða að gera.

Posted by: Hrafnhildur at 01.11.04 10:27

Frábært að geta lesið aftur eitthvað frá ykkur. Til hamingju með vinnuna:)
Við skárum líka út grasker, meira að segja tvö!!!

Knús
Inga

Posted by: Inga at 01.11.04 12:01

Gleðilegt comeback..!!

..og innilega til hamingju með vinnuna!

Öfunda ykkur svo heitt og innilega fyrir að hafa farið á Pixies tónleika þar sem að mig hefur dreymt um að fara á slíka síðan í gaggó!

Við áttum til nammi í gærkvöldi að tilefni hrekkjavöku en fengum bara 4 krakkahópa í heimsókn!! (tveir voru nágrannar okkar!) Þannig að súkkulaðið bætist á bossann hjá okkur í stað foreldranna í hverfinu eins og áætlunin var..

Posted by: Hulda at 01.11.04 15:43

Velkomin aftur !!
Ég vona að Aldísi hafi gengið vel að afla sælgæti til heimilisins og ég bíð spennt eftir myndum af herleg heitunum.
Þið ætlið að sitja inn myndir er þagggggi ????

Posted by: Liney at 02.11.04 16:18

Bara farin að skrifa aftur.Ég trúi því vel að Arndís Dúna sé látin vinna fyrir heimilinu enda dugleg stúlka,borðið samt ekki á ykkur dr.... Við erum að fara til Akureyris á morgun verðum í bústað í Kjarnalundi um helgina.Bless gamla amma mamma og nýja fósturmamman=Dúna.

Posted by: Amma Dúna at 04.11.04 15:23

Til hamingju með vinnuna!
Stórfjölskyldan biður að heilsa
Doddi,Védís,Fjalar Hrafn og Auður Ísold

Posted by: doddi at 06.11.04 00:05

I should think it is possible for reason to partially subvert faith; this would happen if, for example, there were a really good argument from premises evident to reason for the denial of something central to faith. That is what people who urge anti-theistic arguments - the argument from evil, for example - are trying to come up with. by online poker

Posted by: online poker at 22.12.04 05:24