ágúst 19, 2004

Lengsti afmælisdagur ævinnar

Þá er lengsta afmælisdegi ævi minnar lokið, ég var afmælisbarn í 32 klst. takk fyrir.

Dagurinn byrjaði vel þar sem ég svaf fyrstu fimm klukkustundirnar. Eftir það versnaði hann hratt því ég þurfti að fara á fætur. Enn versnaði hann svo þegar við þurftum að fljúga til London. Þá versnaði hann frekar þegar það tók við að koma sér í rútu á milli flugvalla í London. Fljótlega eftir það skánaði dagurinn því það var bara ágætt að vera í vélinni frá London til LA. Afmælisdeginum langa lauk svo á því að við komum í íbúðina okkur hérna í Santa Barbara. Allt er gott sem endar vel segi ég nú bara.

Ég þakka þær kveðjur sem ég hef fengið og þeir sem ekki sendu kveðju mega bara éta það sem úti frýs.

Posted by gungun at 19.08.04 08:21
Comments

Til hamingju með afmælið!

Ég átti líka einu sinni 32 tíma afmælisdag og hann er sá ömurlegasti í minningunni - ég var föst í loftlausri áldós með hrikalega tannpínu. Mæli ekki með því ;)

Posted by: Árdís at 19.08.04 09:38

Já til hamingju með daginn kallinn!!! Dóra var eimitt í sama pakkanum þegar að við flugum út... var bara ammælisbann forever! Mér finnst svo gaman að eiga afmæli að ég verð að prufa þetta e-rn tímann!!!

Posted by: Guðný Birna at 19.08.04 11:03

Til hamingju með afmælið!! Maður er nú ekki mikið að senda þér kveðju þegar maður veit að þú ert í loftinu..!! Annars er ég svekkt að hafa ekki getað eytt meiri tíma með ykkur. Vonandi næst..

Ástarkveðjur frá Hvanneyri

Posted by: Hrafnhildur Dóra at 19.08.04 14:00

Vííhííí!! Til hamingju með afmælið! Og velkomin aftur í bloggland..! :)

Posted by: Hrefna, Finnur og Anna at 23.08.04 08:51

það frýs ekkert úti á þessum árstíma þannig að ég verð víst bara að svelta..

En til hamingju með afmælið um daginn!

Posted by: Hulda at 25.08.04 09:11