ágúst 20, 2004

Heim á ný

Þótt það sé frábært að fara til Íslands og yndislegt að hitta vini og ættingja þá er líka alltaf gott að koma heim til sín. Í sitt eigið rúm, dót og drasl.

Við höfum haft það mjög gott hér, erum að jafna okkur á tímamismuninum og ferðalaginu, ónefnd ung dama vaknaði t.d. rétt fyrir 4 í nótt, alveg eldhress, ólíkt öðrum fjölskyldumeðlimum.

Við erum síðan að fara í smá partý í kvöld en einhvern veginn held ég að við eigum eftir að fara snemma heim sökum þreytu og almenns aumingjaskaps.

Á morgun ætlum við að slappa af, fara í heimsóknir og síðan annað kvöld ætla Vala, Kolla vinkona hennar, Hannes og Gerður að koma í heimsókn og gista. Það verður væntanlega fjör. Ég hef hvorki hitt Kollu né Gerði áður en efast ekki um að þær eru stórskemmtilegar.

Posted by Solla Beib at 20.08.04 16:14
Comments

Já, ég ábyrgist það! Hlökkum til að hitta ykkur!

Posted by: Vala at 20.08.04 16:38

mér finnst þetta alltaf hálfruglingslegt, að fara í heimsókn heim og koma síðan aftur heim.

það er spurning hvort maður eigi heima allsstaðar eða hvergi..

Posted by: Líney at 21.08.04 08:35