júlí 16, 2001

Heimasíðan loksins komin

Þessi helgi var nú frekar tíðindalítið, ég eyddi mestum hluta hennar í heimasíðugerð en gaf mér nú samt líka tíma til að horfa smá á sjónvarpið. Þvílíkt letilíf. Ég horfði nú samt á mjög skemmtilega bíómynd í gær, bíómynd sem ég hef ekki séð síðan ég fór á hana í bíó þegar ég var c.a. 11 ára eða svo, nefnilega LAMBADA. Ég man að ég skældi í bíó á sínum tíma þegar Richie dó en í gær tókst mér að halda aftur af tárunum :)

Ég gleymdi líka að minnast á það að um daginn fórum við Gunni í bíó fátækra mannsins. Þar eru allir bíómiðar á $2.50 en þeir sýna bara myndir sem eru alveg á leiðinni á videó. Við fórum að horfa á myndina Bridget Jones´ Diary, sem er dálítið fyndið því ég var einmitt að lesa í dagbókinni hjá Stellu og Stjána að þau voru á myndinni um helgina, hún er þá kannski bara nýkomin í bíó heima. Annars er afskaplega dýrt að fara í bíó í Bandaríkjunum, það kostar svipað og heima en poppið og kókið er miklu dýrara.

Posted by at 16.07.01 10:42
Comments