júlí 17, 2001

Ég hlakka svo til...

Vá, ég er orðin svo spennt, það er alveg að fara að koma að djammhelgi og endalausu fjöri. Það eru bara 3 dagar í Offspring tónleika, vatnsgarð og partý og meira partý. Við ætlum í vantsgarð sem heitir Hurricane Harbor og er í tæplega 2ja klukkutíma akstursfjarlægð frá Santa Barbara. Ég veit varla hvort ég þori því ég fór í rússibanagarð hjá sama fyrirtæki og þorði ekki í neina almennilega rússibana og fékk alveg nóg í magann af því að horfa á þá. Ég segi nú líka að klessubílarnir og víkingaskipið rúla.

Óli kemur með flugi frá Arizona á fimmtudagskvöldið og við Gunni sækjum hann líklega á flugvöllinn og keyrum beint til Völu og höldum partý þar. Síðan er stefnan að reyna að vakna á skikkanlegum tíma og fara í vatnsgarðinn og þaðan beint á tónleikana.

Í gærkveldi kláruðum við Gunni vínbyrgðir hússins. Ég er að reyna venja Gunna á að drekka rauðvín í stað bjórs, það gengur ekkert allt of vel, ég held að hann drekki það bara af því það er ekki til bjór. En það er þó byrjun, kannski að hann verði einhverntíma fágaður, eða ekki :)

Posted by at 17.07.01 09:10
Comments