júlí 15, 2001

Some Like It Hot

Um daginn fór ég í bíó með stúlku úr stærðfræðideildinni, eins og ég lýsti í síðustu færslu. Þetta var myndin Some Like It Hot frá 1959, með Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon, sem dó um daginn, í aðalhlutverkum. Fyrir þá sem eru ekki alveg vissir hver Jack Lemmon er, þá lék hann myndarlegri gamla manninn í Grumpy Old Men. Þessi mynd var alveg stórkostleg, hún er ótrúlega fyndin og mér fannst hún ekkert langdregin þótt hún væri yfir 2 tíma. Í stuttu máli fjallar hún um tvo hljófæraleikara sem búa í Chicago sem verða vitni að morðum og til að komast undan vondu gæjunum ákveða þeir að ráða sig í kvennahljómsveit og fara til Flórída í hljómsveitarferðalag. Síðan kemur ástin auðvitað inn í spilið og allt svoleiðis. S.s. ég mæli eindregið með því að horfa á þessa mynd, ég skemmti mér alveg konunglega.

Á föstudaginn var ég að stússast, ég þoli ekki að stússast en stundum þarf maður víst að gera það. Senda föx og tölvupóst út um allt og síðan þurfti ég meira að segja að fara með bílinn í smurningu. Ekki að ég hafi ekki nægan tíma til að gera þetta allt, ég er bara orðin alltof góðu vön.

Í gær sat ég fyrir framan tölvuna í marga klukkutíma að basslast við að koma mér upp heimasíðu. Ég er búin að gera litla heimasíðu hérna heima en ég veit ekki alveg hvort ég þori að setja hana á netið. Ég á eftir að prófa hana betur áður en það gerist.

Við vorum svo lakkrís sjúk í gær að við fórum upp í Sólvang og keyptum okkur Penguin lakkrís poka og Tyrkisk Peber piparmola. Núna þjáumst við ekki eins mikið af lakkrís skorti því við erum búin að klára Penguin lakkrísinn. Úff, mér er illt í maganum.

Við Gunni erum að íhuga að hætta bara með þessa dagbók því núna fáum við aldrei nein bréf að heiman og ekki símhringinar. Það finnst víst öllum nóg að fá fréttir af okkur og nenna ekkert að skrifa um sig. Þetta er því hótun, ef þið farið ekki að hringja og skrifa, þá ...

Posted by at 15.07.01 09:47
Comments