júlí 17, 2001

Vísur

Í dag fékk ég sendar nokkrar vísur um Árna Johnsen frá Ingimari félaga okkar, ég ætla að birta þær sem mér þykja bestar hér.
Án þess að hafa nokkra sönnun fyrir því, þá sýnist mér þessar vísur vera að Norðan og líklega af vísnakveldi sem eru stundum haldin þar því einn af höfundunum er Hjálmar Freysteinsson, gamli heimilislæknirninn minn að Norðan.




Ýmsu breytir öldin ný.
Er mig kannski að dreyma?
Nú er kominn kantsteinn í
kartöflugarðinn heima.

Hjálmar Freysteinsson


Árni lokaleikinn vann
á lífsins peyjamóti:
Úr formennskunni fer nú hann
með fulla vasa af grjóti.

Þórarinn Eldjárn

Árni liðugt langa fingur
lætur renna um fé og glingur
hverskyns - nema hvað.
Ef hann bara ekki syngur
er mér sama um það.

Jón Ingvar Jónsson

Posted by at 17.07.01 10:53
Comments