júlí 28, 2001

Meiri eyðsla

Ég var búin að segja Gunna að taka af mér kortið en hann hlustar ekki á mig :) Í dag eyddi ég $230 dollurum á netinu. Reyndar var ég að kaupa flugmiða og með leyfi frá Gunna, en það er sama, hann veit ekki hvað ég get orðið brjáluð í kaupum þegar ég er byrjuð og núna er hann í burtu í allan dag, það er ótrúlegt hvað hægt er að kaupa á einum degi :)

Það misheppnaðist algjörlega að fara í body-boarding í gær, þegar við Ann Louise komum niður á strönd var engin sól og engar öldur. Við ákváðum þá að fara bara í góða gönguferð eftir ströndinni. Það var ógeðslega mikið af tjöru í flæðarmálinu, miklu meira en venjulega og ég varð öll út í tjöru. Síðan löbbuðum við fram á dauðan sel og það var búin að kroppa úr honum augun, afskaplega fallega sjón eða þannig. Ég verð bara að vona að mér takist að fara í sjóinn næst.


Ég vil líka minna á myndirnar frá Offspring helginni.

Posted by at 28.07.01 11:59
Comments