Nú er ég endanlega orðinn algjör nörd (nú hugsa líklega flest ykkar, "hvað er hann að bulla, hann hefur alltaf verið algjör nörd," en þeir sem hugsa þannig hafa ekki alveg rétt fyrir sér því ég hef aldrei verið í því að sitja með bólóttum nörda vinum mínum dögum saman að spila "role playing" (ísl. hlutverkaspil)) því ég er að fara á morgun að spila "role playing" (Dungeons and Dragons (ísl. Dýflissur og drekar)) með bólóttu nörda vinum mínum. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta leikur sem gengur út á það að maður velur sér persónu (ég er t.d. mennskur munkur) sem maður svo leikur. Þessi persóna lifir í ímynduðum heimi (fullum af drekum og dýflissum) og lendir í alls konar ævintýrum. Maður getur valið sér alls konar persónur til að leika, allt frá dvergum til guðlegra vera, og frá munkum til galdramanna. Ég hef aldrei prófað þetta áður en hefur lengi langað til þess, bara svona til að vita hvernig þetta er.
Posted by Gunnar Gunnarsson at 27.07.01 22:20