Í gær þegar ég var að bæta heimasíðunni hennar Sigurlaugar vinkonu inn á linka listann minn þá fór uppsetningin á dagbókinni í algjört rugl. Bloggerinn tók út alla íslenska stafi og setti ? í staðinn. Í dag réðist ég síðan í það að laga þetta og komst að því að Blogger skemmir alla íslenska stafi í hvert skipti sem ég breyti uppsetningunni. Þetta er nú algjört bögg eins og sagt er. Ég þarf að spyrja Stjána hvað geti verið að þegar hann kemur úr brúðkaupsferðinni sinni.
Annað að frétta er að Helgi frændi minn sem býr í Tulsa Oklahoma er að koma í heimsókn eftir tæplega klukkutíma. Það verður fjör að fá Helga í heimsókn því það er alltaf eitthvað að gerast þar sem Helgi er eins og þeir sem þekkja hann vita.
Í gær var ég aldeilis dugleg, ég lagaði til í allri íbúðinni (fyrir utan ísskápinn sem er ennþá verulega ógeðslegur, kannski að maður plati Gunna í það leiðindastarf) og skúraði og ryksugaði meira að segja. Maður verður nú að taka smá til áður en maður fær gesti.
Á laugardaginn er von á enn fleiri gestum, strákur að nafni Oddgeir er að koma í UCSB og við ætlum að sækja hann á flugvöllinn í LA og bjóða hann velkominn til Santa Barbara. Það verður fínt að fá fleiri Íslendinga, þá getum við farið að halda almennileg Íslendingapartý.
Posted by at 31.07.01 09:51