ágúst 02, 2001

Gellugláp

Undanfarna daga hef ég verið að reyna að sjá til þess að Helga frænda leiðist ekki hér í Kaliforníu en hef komist að því að það þarf ekki mikið til þess að gleðja hann. Það er nóg að fara niður í bæ og leyfa honum að kaupa sér ís og horfa á flottar stelpur. Best að hafa þetta svona einfalt og gott :)

Við höfum annars ekki gert mikið, mest verið að slappa af. Því miður hefur mér samt tekist að ná mér í hálsbólgu, ég held að ég hafi náð mér í hana í gegnum Gunna því hann byrjaði að kvarta yfir henni degi á undan mér. Ég vona bara að við hún hverfi fljótt.

Á morgun er ætlunin að fara í verslunarleiðangur til Camarillo en þar eru "outlet stores" og stundum hægt að kaupa á góðu verði. Við ætlum síðan að elta Völu til Pasadena, sem er í LA sýslu, og fá að gista hjá henni og kíkja aðeins út á lífið í hverfinu hennar. Á laugardaginn ætlum við að túristast, Vala segist hafa komist yfir kort sem sýni hvar allt ríka og fræga fólkið býr og við ætlum að keyra framhjá til að sjá hvernig húskofarnir þeirra líta út.

Posted by at 02.08.01 11:24
Comments