Jæja, nú er stóri dagurinn að renna upp, í tilefni verslunarmannhelgarinnar ætlum við að fara að versla okkur smá fatnað. Ég vona bara að þetta verði farsæl verslunarferð því venjulega finn ég ekki neitt sem mig langar í.
Í gær tókum við eftir því að gufu lagði upp frá sundlauginni beint fyrir framan húsið. Fyrst vorum við nokkuð smeik, héldum að einhver eiturefni hefðu komist í laugina (fyrir þá sem þekkja mig ekki vel, þá er þetta með eiturefnin ýkjur:)) en gerðum okkur síðan grein fyrir því að þetta var bara hiti, LAUGIN OKKAR ER UPPHITUÐ, það var búið að segja að hún yrði ekki neitt hituð upp í ár vegna hás gasverðs en eins og Helgi frændi segir, TÍMI KRAFTAVERKANNA ER EKKI LIÐINN. Við fórum auðvitað í laugina í gær og drukkum smá bjór.
Ég er nú svolítið sybbin í dag því við Helgi töluðum saman til rúmlega 4 í morgun og af einhverjum ástæðum þá vaknaði ég þegar Gunni var að fara í vinnuna í morgun klukkan 9 og gat bara alls ekki sofnað aftur þrátt fyrir aðeins 5 tíma svefn. Ég vona bara að þetta hafi engin áhrif á getu mína í kaupunum :)
Posted by at 03.08.01 11:12