ágúst 07, 2001

Eyjar hvað!!


Vá nú er langt síðan ég skrifaði síðast, það ætti nú samt að vera í lagi því flestir eru að skemmta sér um verslunarmannahelgina:)
Helgin var mjög skemmtileg, á föstudaginn fórum við að versla og við versluðum og versluðum, það er erfitt að hætta þegar maður byrjar :)
Við erum nú ánægðust með kaupin sem við gerðum á ferðatöskum, við keyptum afskaplega vandað töskusett og þurfum ekki lengur að vera hrædd um að fá farangurinn okkar í tætlum til baka. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar við komum hingað um síðustu jól voru báðar töskurnar okkar ónýtar, hjólin dottin af annarri og hin rifin, við vorum bara heppin að farangurinn okkar lifði þetta af.

Þreytt en ánægð fórum við heim til Völu og ákváðum að best væri að fá sér tequila í tilefni verslunarmannahelgarinnar. Eftir nokkra bjóra og nokkur skot drifum við okkur síðan í partý hjá félögum hennar Völu og héldum áfram fjörinu fram á morgun að hætti Íslendinga. Ég viðurkenni að ég var ekki alveg jafn brött daginn eftir og ég var þarna um kvöldið, eiginlega hringsnérist allt í hausnum og mig langaði mest til að liggja kyrr allan daginn. En við dröttuðumst á lappir seint og um síðir og hófum túristaferð með Helga. Við fórum aðeins niður á Hollywood Blwd og skoðuðum nokkrar stjörnur og kíktum síðan í Beverly Hills. Við erum harðákveðin í að næsta túristaferð verður í miðbæ Beverly Hills, hann var afskaplega fínn og mikið um rándýrar búðir, því miður höfðum við ekki tíma til að stoppa því við vorum á leiðinni á flugvöllinn að sækja Oddgeir sem kom reyndar ekki með fluginu því þeir yfirbókuðu vélina og hann þurfti að fara með annarri vél. Hann kom þó að lokum og við vorum komin heim um 2 leytið.

Í gær fórum við niður í miðbæ Santa Barbara, það var nefnilega hátíð í gangi um helgina en því miður misstum við af henni að mestu, það var hins vegar fínasta veður og við keyptum okkur ís og sleiktum hann og sólina. Síðan var slakað á í sundlauginni sem er reyndar svo heit að hún getur kallast risastór heitur pottur.

Í dag vorum við að þvælast um, ég keyrði Helga á flugvöllinn og kvaddi hann með kurt og bí, það var afskaplega gaman að fá hann í heimsókn, Helgi frændi stendur sko alltaf fyrir sínu og hefur lítið breyst finnst mér :) Við Oddgeir fórum síðan að þvælast enn meira, það er margt sem þarf að huga að þegar maður flytur til annars lands, stofna bankareikning, sækja um kennitölu og margt fleira.

Oddgeir var svo ljúfur að koma með nammi til okkar, nú eigum við smá súkkulaði og lakkrís, það verður forvitnilegt að sjá hversu lengi það endist lengi.

Jæja best að fara að sofa, á morgun (í dag því klukkan er orðin tólf að miðnætti) byrja ég að vinna á fullu, ég er nefnilega að fara að LaTeXa fyrir Björn Birni. Ég verð nánast í fullri vinnu við það næsta mánuðinn.

Posted by at 07.08.01 00:07
Comments