maí 24, 2002

Svefnleysi

Eins og svo oft áður hafði Solla rétt fyrir sér. Ég ætti að læra af reynslunni.

Málið er nefnilega að í gær þegar ég var að leggja lokahönd á miðannarprófið mitt fann ég villu, "surprise, surprise".

Ég var nú ekkert að stressa mig yfir þessu í fyrst og skoðaði vandamálið og sannfærði sjálfan mig um að þetta væri nú ekki mikið mál að laga.

Núna 30 svefnlausum klukkustundum síðar verð ég víst að viðurkenna að þetta var aðeins meira mál en ég hélt.

Ég hugga mig bara við það að þetta var ekki stór hluti af prófinu, ég missi kannski 5 punkta af 100.

Solla segir að ég sé klikkaður að púlla olnæter fyrir 5 punkta af 100. Ég kalla þetta hins vegar staðfestni og vilja til að standa mig vel...

Posted by Gunnar Gunnarsson at 24.05.02 18:00
Comments