maí 22, 2002

Góður afmælisdagur


Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir mig, bæði afmæliskveðjur og frábærar gjafir.

Gunni kom mér aldeilis á óvart og gaf mér þennan forláta (ekki forljóta :)) gítar. Fjölskylda mín vissi af þessu og gaf mér gítartösku og vinir Gunna (og auðvitað mín líka) gáfu mér gítarbók, nú er mér bara ekkert að vandbúnaði eða hvað?? Það eina sem vantar eru smá hæfileikar en það hlýtur að reddast. Ég er búin að lofa að spila eitt lag í afmælisveislunni sem við ætlum að halda seinna í sumar, eins gott að vera dugleg að æfa sig:)

Ég hélt ekki afmælisveislu í gær en bauð nokkrum heim til Ellu vinkonu að borða, það var dýrindis grillmatur í boði og honum var skolað niður með rauðvíni, kannski aðeins of mikið af rauðvíni hjá sumum, a.m.k. var ég svolítið "þreytt" í morgun þegar ég fór í vinnuna.

Ég er strax farin að hlakka til að verða þrítug.

Posted by at 22.05.02 13:23
Comments