maí 28, 2002

Doktorsritgerð framundan?


Fyrr í dag lauk ég mínu þriðja og síðasta "qualifying" prófi hérna í UCSB.

Ef ég næ þessu prófi (kemur í ljós á mánudaginn) þá hef ég lokið öllum forkröfum fyrir það að geta byrjað að skrifa doktorsritgerðina mína.

Núna er nánast ekkert eftir hjá mér nema formsatriði eins og að velja svið innan stærðfræðinnar sem ég ætla að sérhæfa mig á, að velja prófessor til að aðstoða mig við sérhæfinguna, að finna efni til að skrifa um og svo náttúrulega að gera blessuðu rannsóknirnar!

Þetta ætti að vera búið í næstu viku einhvern tímann...

Posted by Gunnar Gunnarsson at 28.05.02 17:45
Comments