maí 30, 2002

Bakpokaferð


Í gær kom þýski vinur minn hann Markus í heimsókn.

Hann verður hérna á vesturströndinni fram á mánudag og á morgun eða laugardagsmorgun ætlum við að skella okkur í bakpokaferð út í náttúruna.

Fyrst leist mér ekkert á blikuna því Markus vildi ekki taka tjald með og ég var hræddur um að vera étinn af birni eða fjallaljóni.

Mér var náttúrulega bent á það að ég þyrfti ekki að hafa neinar af björnunum eða ljónunum því þau éta bara matinn manns, ekki mann sjálfan. Hins vegar þyrfti ég að hafa meiri áhyggjur af blóðsugunum og skröltormunum, aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.

Ég er ekki viss um að ég eigi eftir að sofa mikið fyrir martröðum um skröltorma sem bíta mig í eyrað ef ég sofna!

Skipulagningin er komin á fullt svo það er of seint að hætta við núna. Þetta verður líka alveg örugglega í lagi... er það ekki?

Posted by Gunnar Gunnarsson at 30.05.02 11:15
Comments