maí 30, 2002

Enn á lífi

Ég hef ekki skrifað mikið eftir að ég byrjaði að vinna. Aðalástæðan fyrir því er að eftir 11 til 13 tíma vinnudag langar mig meira að nota minn örstutta frítíma til að hitta lifandi fólk en að sitja fyrir framan tölvuna. Í dag ákvað ég hins vegar að það væri sniðugt að fara bara beint heim eftir vinnu, skrifa smá á netinu og fara síðan snemma í bólið.

Vinnan mín hefur reyndar breyst dálítið, í fyrstu vikunni var ég "óbreyttur" verkamaður en síðan var ég sett í það að vera öryggisvörður og í skýrslugerð.

Ég er samt ekki svona týpískur öryggisvörður eins og í búð heldur sé um að rýma flugvöllinn (þ.e.a.s. okkar svæði) þegar þess þarf og passa að óviðkomandi aðilar séu ekki að þvælast þarna.

Núna ætla ég í bólið, kannski næ ég 8 tíma svefni í nótt.

Posted by at 30.05.02 15:08
Comments