júní 05, 2002

Alvöru fréttir

Það sem ég kalla alvöru fréttir er kannski ekki það sem þið kallið alvöru fréttir en það skiptir engu máli því ég skrifa bara það sem mér sýnist!

Að minnsta kosti er ég á lífi. Sér í lagi þýðir það að ég var ekki étinn af einhverjum ógeðslegum dýrum um helgina.

Ég ætla að skrifa alveg geggjað ítarlega nákvæma ferðalýsingu af gönguferð helgarinnar á morgun en ég nenni því ekki núna.

Þess í stað ætla ég bara að monta mig af því að ég fékk niðurstöður úr tveimur prófum í gær og ég fékk A+ í þeim báðum.

Annað þeirra var síðasta "qualifying" prófið mitt, svo nú get ég byrjað að skrifa doktorsritgerðina mína, en hitt var prófið sem ég eyddi "olnæter" í um daginn.

Það sem svekkti mig mest var að ég eyddi 16 andvöku klukkustundum í að laga lausn sem var fullkomlega rétt. Það kom nefnilega í ljós að dæmið var vitlaust (aaaaaaaaaaa) og á þessum 16 svefnlausu klukkutímum tókst mér að sannfæra sjálfan mig um eitthvað allt annað og ég missti 1 stig af 50 fyrir vikið. Hvílík synd!

Annað í fréttum er að við Kiddi vorum að koma úr alveg frábæru matarboði hjá Valdimari og Lillý konunni hans en þau eru einmitt frábær íslensk hjón sem fluttu inn hingað um það leyti sem Stella og Stjáni fóru heim.

Posted by Gunnar Gunnarsson at 05.06.02 01:11
Comments