ágúst 28, 2004

Hundaóð leikskóladama

Nú er Arndís Dúna byrjuð í leikskólanum, henni líkar bara vel, er búin að vera ein tvo daga í röð og hefur víst hagað sér mjög vel. Eflaust hefur hún verið orðin hundleið á að hanga bara með mömmu sinni :)

Hún er líka búin að mála sitt fyrsta málverk, það er af hundi, eða svo sagði hún okkur í dag þegar hún var að skoða málverkið. Þá voru liðnir 2 dagar síðan hún málaði það.

Hún er annars algjörlega hundaóð, hún labbar um og geltir og kallar á voffa og finnst ekkert skemmtilegra en að skoða hundamyndir í bókum og blöðum. Ég keypti handa henni hundadagatal og klippti myndirnar út til að setja á veggina í herberginu hennar. Aftan á dagatalinu voru lítil sýnishorn af myndunum inni í dagatalinu og ég klippti þær líka út. Núna labbar hún út um allt með myndirnar og flettir þeim og geltir.

Hún var líka voðalega glöð að hitta Gabriel, var feimin fyrst en síðan fóru þau að leika sér á fullu.

Auðvitað saknar hún samt frændsystkynanna heima, ég ætla að fara að framkalla myndir fljótlega til að hún geti skoðað myndir af þeim.

Posted by Solla Beib at 08:56 FH | Comments (126)

ágúst 05, 2004

Kallar allt ömmu sína

Arndís Dúna kallar sko allt ömmu sína. Þegar hún er að skoða myndir eða segja hvað hver heitir þá er svarið alltaf það sama. Amma.

Við höfum nú verið að reyna að leiðrétta þennan misskilning án mikils árangurs.

Hún er líka farin að vera tala mikið, sumt af því orð og annað bull. Nei er eitt af uppáhalds orðum hennar og meila meila líka (mikið notað þegar hún borðar bláber).

Posted by Solla Beib at 05:30 FH | Comments (370)