júlí 20, 2004

Labbar jaxl talandi?

Ýmislegt hefur á daga Arndísar Dúnu drifið síðan ég skrifaði síðast.

Hún er búin að æfa sig mikið í að labba, orðin ansi góð en þó dugleg við að detta.

Einn jaxl hefur líka litið dagsins ljós með tilheyrandi verkjum, ekki mjög gaman svona rétt á meðan þeir eru að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

Nokkur ný orð hafa verið æfð, í dag sagði hún t.d. halló nokkrum sinnum.

Hún neitar (eða svona a.m.k. ofast) þegar henni er boðið kaffi og trúir enn að kók sé kaffi.

Nokkur ný dýrahljóð heyrast stundum, hún er mjög dugleg við að jarma, gelta og mjálma, einnig grettir hún sig og andar hátt með nefinu þegar hún er beðin að segja eins og svínin.

Posted by Solla Beib at 04:01 EH | Comments (126)