Í gær byrjaði Arndís Dúna að skríða, okkur og henni sjálfri til mikillar ánægju. Nú fær víst ekkert að vera í friði.
Hún er strax farin að hafa mikinn áhuga á þeim fáu hlutum sem hún má ekki snerta, sem sagt myndbandsspólunum, tölvunni og síðast en ekki síst kaplinum í tölvuna.
Hún er líka farin að gretta sig í tíma og ótíma, eiginlega er þetta svona brosgretta sem hún notar í staðinn fyrir hefðbundið bros.
Um daginn fékk Arndís 7. tönnina og í nótt svaf hún illa út af 8. tönninni. Það bara rétt grillir í hana en það virðist vera sárt því hún grét mikið, við leyfðum henni að sofa uppi í hjá okkur og þá kom í ljós að hún kann aldeilis að sparka.
Annars er Arndís alltaf að verða skemmtilegri, hún hlær mikið, sérstaklega þegar ég er að látast ætla að borða hana. Henni er líka farið að kitla meira, bæði á hálsinum og mallanum.
Í gær stóð Arndís Dúna upp í fyrsta skiptið, ég missti af því en Gunni sá það. Hún stóð í smá stund og hlammaði sér síðan á gólfið. Ætli maður sjái ekki meir af slíku á næstunni.