júlí 30, 2003

Meir af kúk og öðru skemmtilegu

Undanfarið hefur Arndís Dúna verið að kúka sérkennilegum vatnskenndum grænum kúk. Ég, móðir hennar, hafði miklar áhyggjur af þessu í byrjun og hringdi á lækninn til að spyrja ráða.

Hann sagði að ef ekkert annað virtist ama að henni, hún virtist ekki svöng, ekki með hita eða uppköst og ekki pirruð þá væri líklega ekkert að.

Sem betur fer virðist hún vera alveg hress fyrir utan litinn á hægðunum svo ég hætti að hafa verulegar áhyggjur.

Í morgun kúkaði hún síðan aftur heiðgulum sinneps kúk mér til mikillar ánægju og þeim lit hefur hún haldið í allan dag, ég vona bara að hún haldi því striki áfram.

Hún er annars alltaf að þroskast og stækka, hún brosir miklu meir en hún gerði en í hvert sinn sem ég, eða einhver annar, reyni að taka mynd af henni, hættir hún að brosa því henni finnst myndavélin svo merkileg. Við eigum því ennþá enga brosandi mynd af henni.

Posted by Solla Beib at 08:54 EH | Comments (398)

júlí 26, 2003

Kúkur í lauginni

Arndís Dúna fer nánast í bað á hverju kvöldi og Arndís Dúna kúkar öðru hvoru (reyndar óvenju mikið undanfarið). Því hlaut að koma að því að þetta tvennt færi saman.

Í fyrradag var ég með Arndísi í baði og allt í einu varð hún rauð í framan og örskömmu síðar kom í ljós að hún hafði verið að kúka, jibbí jei.

Ég var fljót að kalla á hjálp svo ég gæti tæmt baðið og hreinsað það. Síðan enduðum við á því að fara undir sturtuna og skola af okkur skítinn í orðsins fyllstu merkingu.

Posted by Solla Beib at 07:25 EH | Comments (413)

júlí 22, 2003

Agú

Núna í þónokkurn tíma hefur Arndís Dúna spjallað við foreldra sína, fyrsta orðið hennar er agú sem þýðir humm, já bara agú.

Hún spjallar líka heilmikið annað en myndar ekki nein venjuleg orð heldur bara ahh úhh og svoleiðis.

Eitt sem hún er líka búin að læra er að kvarta, hún kvartar mikið þegar þjónustan er léleg, til dæmis ef hún þarf að bíða eftir matnum (og hún sem er fastagestur) og líka ef hún er sett inn í rúm til að sofa og hún er ekkert á því að vilja sofna.

Þó er hún alltaf að verða duglegri við að sofna sjálf, ég set hana inn í rúm, syng fyrir hana og fer síðan fram. Yfirleitt tuðar hún svolítið en sofnar síðan fljótlega.

Posted by Solla Beib at 08:21 EH | Comments (674)

júlí 15, 2003

Óþekktarpúki

Undanfarna daga höfum við reynt á láta Arndísi fara að sofa á skikkanlegum tíma. Við erum að reyna að koma á einhvers konar svefnrútínu sem felst í því að fara í bað, fara í náttgallann, fá sér að drekka og fara síðan að sofa.

Þetta hefur gengið svona misvel, yfirleitt sofnar Arndís á brjósti en vaknar síðan mjög fljótt eftir að hún hefur verið sett í vögguna. Þá höldum við á henni þangað til hún sofnar aftur og reynum að setja hana í vögguna, en nei nei, hún vaknar aftur og vill sko ekkert vera þar. Hingað til hefur þetta yfirleitt gengið í þriðja skiptið enda er klukkan orðin ansi margt og að minnsta kosti klukkutími liðinn frá því reynt var í fyrsta sinn að koma henni í bólið.

Arndísi tókst síðan að sofa rúmlega 7 tíma dúr tvo daga í röð en síðustu nótt var hún nú ekkert á því að vera að venja foreldra sína við að sofa svona (þá á hún auðvitað við mömmu sína því pabbi tekur nú ekki mikið eftir því hvort Arndís vakir eða sefur á næturna) lengi því hún vaknaði eftir 3ja tíma svefn og vildi súpa. Síðan vaknaði hún á um það bil 3ja tíma fresti það sem eftir var nætur, bara eins og hún gerði á fyrsta mánuði.

Nú er bara að vona að óþekktarpúkinn gefist upp fyrir svefnpúkanum.

Posted by Solla Beib at 10:04 FH | Comments (589)

júlí 11, 2003

2ja mánaða skoðun

Í gær fór Arndís Dúna í 2ja mánaða skoðun, hún var ósköp þæg og allt virtist eðlilegt.

Hún vóg 11 pund og 12 únsur í fötum (ekki kappklædd þó) en ég gleymdi að fá að vita hæðina á henni, hún stendur væntanlega í læknaskýrslunni.

Hún fékk líka fyrstu sprauturnar sínar 5 talsins, það tók sem betur fer mjög stuttan tíma. Læknirinn sagði að við gætum búist við að hún fengi hita (um helmingur barna fær hann eftir sprautur) en sem betur fer slapp Arnsdís við svoleiðis.

Posted by Solla Beib at 03:40 EH | Comments (636)

júlí 09, 2003

Ofboðsleg þreyta

Í dag byrjuðum við Arndís á smá prógrammi, það er að láta líða helst að minnsta kosti 2 og 1/2 tíma á milli gjafa, leika okkur síðan í smá stund og fara síðan að lúlla. Þetta á víst, samkvæmt einhverjum sérfræðingum, að koma betra skipulagi á líf Arndísar og láta hana sofa betur á næturna.

Þetta tókst svona sæmilega hjá okkur, Arndís lagði sig nokkrum sinnum í dag og síðan píndi ég hana til að vaka í rúma tvo tíma (frá rúmlega sjö til að verða hálf tíu) en þá var hún orðin svo hrikalega þreytt að hún bara steinsofnaði á brjósti (samkvæmt sérfræðingunum á það ekki að gerast) og svaf svo fast að hún vaknaði ekki einu sinni þegar Gunni var að láta hana ropa.

Ég lagði hana því bara í rúmið og leyfði henni að sofa, vona bara að hún vakni ekki alveg strax aftur.

Posted by Solla Beib at 09:37 EH | Comments (295)