maí 08, 2005

Stella og Stjáni

Við vorum rétt í þessu að kveðja Stellu og Stjána, þau eyddu helginni með okkur og við skemmtum okkur afskapleg vel. Alltaf gaman að hitta gamla vini.

Við brölluðum ýmislegt saman, grilluðum, fórum í sund, spiluðum Settlers (þau eru frelsuð held ég) og drukkum eitthvað af bjór og víni. Því miður er líklega langt þar til við hittum þau næst því þau verða í Danmörku næsta haust og við hér, aðeins of langt til að skreppa í kaffi.

Arndís Dúna var ansi heppin eða þannig að fá einhvern vírus sem veldur bólum á höndum fótum og í munni (Hand, Foot and Mouth disease). Hún þurfti því að vera heima á föstudaginn og mun líklega þurfa að vera heima í tvo daga í viðbót. Það þýðir að hún fer ekki í leikskólann fyrr en á hádegi á mánudag í næstu viku því við erum að fara til Seattle á þriðjudaginn og verðum í tæpa viku.

Posted by Solla Beib at 08.05.05 15:11
Comments

Takk fyrir mig Solla þetta var meiriháttar og mjög óvænt sem ég fékk í póstinum í dag.Ég á bara ekki orð TAKK TAKK.

Posted by: amma Dúna at 09.05.05 14:39

Við Stella þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta var frábær helgi!

Posted by: Kristján at 10.05.05 14:43

Er þetta nokkuð gin og klaufaveiki? LOL

Posted by: Sonja at 12.05.05 12:18