apríl 10, 2005

Snillingur

Í morgun fékk Arndís Dúna heimabakaðar muffins í eftirrétt. Ég var nefnilega svo hrikalega dugleg í gærmorgun þegar ég vaknaði kl. rúmlega 6 af sjálfdáðum að ég fór fram og bakaði súkkulaðibitamuffins (hefur örugglega aldrei gerst áður).

Hún sat við hliðina á mér og borðaði og ég var að lesa í blaði, síðan leit ég upp og sá að hún var búin að mylja muffins-ið niður í öreindir. Ég skildi ekki fyrst af hverju hún var að þessu en síðan sá ég ástæðuna, hún var að týna út súkkulaðidropana. Þegar hún var búin með allt súkkulaðið, bað hún um meiri muffins :)

Það er greinilegt að heimsóknirnar til Jonnu og Braga og páskaeggið frá ömmu í Máshólunum hafa komið henni vel á súkkulaðibragðið.

Að öðru (tileinkað Völu;) smá einkahúmor).

Ég var að setja inn slatta af myndum, bæði frá því í mars og apríl. Endilega kíkið á þær, ég vil líka minna á að það er hægt að setja inn athugasemdir við hverja mynd fyrir sig.

Posted by Solla Beib at 10.04.05 15:31
Comments

Haha og hún er ekki búin að vera hjá Sigga afa það verður gott þegar hann verður búin að koma hahahaa og amma Dúna sendir henni bara bækur til að læra að lesa ekkert súkkulaði,en Lara frænka hennar veit allveg hvar nammið er hjá ömmu og dregur mig inn í búr,eða opnar skúffuna sem stundum er tyggjó í.Já það er gott að vera amma og geta gert ömmubörnin vitlaus og svo fá foreldrarnir að sjá um afganginn.Flottar myndir.Blesss

Posted by: amma Dúna at 10.04.05 17:42