desember 07, 2004

Verkfræðivinna og pakkar

Í dag fékk ég fyrsta alvöru verkfræðiverkefnið mitt. Hingað til hef ég nánast eingöngu verið að teikna. Verkefnið gengur út á að gera úttekt á því sem þarf að gera í kringum hús sem verið er að hanna, nánar tiltekið gera áætlun um magn afrennslis, sjá til að það fari á rétta staði (svo nágrannarnir fái ekki flóð yfir sig), velja staði fyrir allar leiðslur, holræsi o.s.frv.

Það þarf að fylgja alveg milljón stöðlum og það eina sem er ekki staðlað er hvernig finna á alla þessa staðla :)

Mér líst vel á verkefnið og hlakka til að spreyta mig aðeins.

Þegar ég opnaði póstkassann í dag blasti við mér skemmtileg sjón, það var lykill í kassanum. Lykill þessi gengur að öðru miklu stærra pósthólfi og þar inni beið pakki frá Íslandi.

Í pakkanum voru jólagjafir frá Arndísi, mömmu hans Gunna. Það tók pakkann bara 6 daga að komast hingað því hann var sendur 1. des. Mér finnst það nú bara mjög vel af sér vikið og það fljótasta sem ég hef heyrt um.

Í von um fleiri svona glaðninga þá hef ég ákveðið að setja heimilisfangið okkar á hverja færslu til jóla.

793 Willow Walk Apt. A
Goleta, CA 93117
USA

Posted by Solla Beib at 07.12.04 17:40
Comments

wow... ég hef aldrei heyrt að pakkar ferðast svona hratt til USA

Posted by: Hulda at 08.12.04 10:12