desember 02, 2004

Brim eða ekki brim

Ég hef verið allt of latur við brimbrettareiðar undanfarið, eða alveg síðan ég keypti ógeðslega flotta nýja brettið mitt, týpískt.

Þetta var farið að fara í taugarnar á mér og því léttist heldur betur yfir mér þegar ég heyrði í Óliver í gær. Hann ætlaði að koma í heimsókn og svo ætluðum við að brima á fullu í morgun enda sagði brimspáin að það væri svelgur í gangi (sem þýðir góðar öldur). Algjörlega skothelt plan.

Eeeeen auðvitað mældist Arndís með hita í gærkvöldi og auðvitað var hitinn ekki farinn í morgun heldur. Þar sem kerlingin mín er orðinn svo mikil vinnukona þá þýddi þetta náttúrulega að ég þurfti að vera heima með veiku barninu, týpískt.

Heiminum tókst því að skemma planið mitt og í stað þess að brima í sólinni þá var ég heima og þurrkaði upp ælu eftir Arndísi. Ég vona bara að henni batni sem fyrst og þá get ég reynt aftur.

Posted by gungun at 02.12.04 19:04
Comments

Samkvæmt mbl.is er kuldakast í Kaliforníu núna. Er ekkert of kalt til að brima? Brrr. Ég held að Arndís hafi bara verið að passa að pabbi sinn yrði ekki lasinn.

Posted by: Kristján at 03.12.04 02:10

Vissulega er kuldakast hérna en það hefur aðallega áhrif á nóttinni, en það hefur verið um frostmark hér á nóttinni undanfarið. Sjórinn hefur reyndar verið að kólna út af þessu líka svo kannski er dóttir mín svona hugulsöm. Ég hreinlega VERÐ bara að kaupa mér nýjan blautbúning núna til að dóttir mín sé ekki að veikjast til að halda mér úr sjónum.

Posted by: Gunni Beib at 03.12.04 09:44

Ældi hún nokkuð á nýja brettið? :)

Posted by: Finnur at 04.12.04 20:08

Thu ert ekkert ad fara ad standa a brimbretti Gunni. Thad er desember madur! Ertu eitthvad klikkadur?!

Posted by: Kari at 09.12.04 01:40

Arndis aeldi sem betur fer ekki a brettid en rumid okkar var ekki jafnheppid. Otengt thessu, kann einhver god rad til ad na aelulykt ur rumum?

Audvitad brimar madur i desember Kari, thad eru bestu oldurnar nuna, kuldinn gerir thetta bara meira matsjo.

Posted by: Gunni Beib at 10.12.04 09:17

Ég kannast við vandamálið. Anna Sólrún vakti okkur í síðustu gubbupest kl. 4 um nótt við það að hún var að æla í rúmið á milli okkar. Yndislegt. :)

Það sem ég geri venjulega er að ég reyni að ná mestri ælunni úr dýnunni með blautum klút, bleyti síðan aðeins meira í blettinum og strái matarsóda (baking soda) vel yfir blettinn og læt þorna. Svo ryksugar maður þetta bara upp... :)

Það eru til professional efni í þetta en þetta húsráð hefur virkað ágætlega hingað til. :)

Posted by: Finnur at 10.12.04 23:50

Við prófum þetta. Það virðist sem flest húsráð gangi út á að nota matarsóda á einhvern hátt. Algjört undraefni.

Posted by: Gunni Beib at 11.12.04 09:26