júlí 13, 2004

Norðurferð

Við Arndís Dúna erum búnar að vera fyrir Norðan síðustu vikur, það er búið að vera alveg yndislegt.

Við byrjuðum á því að fara á ættarmót hjá pabba ætt, það var mjög skemmtilegt, hvað annað hægt þegar mín ætt er annars vegar :)

Eftir það var vinnuvika í Ystu Vík, það var nú ekki eins mikið hægt að vinna og vonast var eftir þar sem 5 lítil börn, sem öllu vildu mömmu sína, voru á svæðinu. Þetta var samt heilmikið fjör og krakkarnir skemmtu sér vel.

Síðan var förinni heitið á Kópasker þar sem við lágum svona að mestu í leti hjá mömmu. Það var nú ekki slæmt, garðurinn hennar líka svo stór og góður og maður er ekki beint hræddur um bílaumferð svo börnin gátu notið sín vel í blíðviðrinu.

Við áttum að lokum nokkra góða daga í Ystu Vík, í þetta sinn í rólegheitum og gerðum ekki mikið annað en að heimsækja vini og vandamenn.

Nú erum við aftur komnar Suður og verðum hér eitthvað áfram. Núna um helgina er annað ættarmót, í þetta sinn hjá mömmu ætt. Það verður væntanlega mikið fjör, við höfum aldrei áður farið á ættarmót með þessum ættingjum og okkur er farið að hlakka mikið til.

Posted by Solla Beib at 13.07.04 15:08
Comments

Ekki gleyma að það eru komnar nýjar myndir.

Posted by: Gunni Beib at 13.07.04 17:12