apríl 13, 2004

Páskahátíð

Ég hef verið frekar andlaus svona blogglega séð undanfarið, það er þó ekki eins og lífið hafi alveg stoppað á meðan.

Við héldum smá páskaveislu á sunnudaginn.

Fyrst var okkur boðið til stelpnanna í morgunkaffi, þar voru nýbakaðar heimatilbúnar bollur og horn ásamt helling af áleggi, í boði. Þessu var auðvitað gert góð skil.

Eftir matinn var kominn tími á páskaeggin. Við Gunni áttum tvö en ákváðum að opna bara annað. Okkur tókst ekki einu sinni að klára það enda egg nr. 5. Ekki er slæmt að eiga helling eftir fyrir næsta nammidag.

Seinnipartinn kom slatti af Íslendingum úr nágrenninu og við borðuðum saman kvöldmat, í forrétt var reyktur íslenskur lax og aðalrétt var steikt nýsjálenskt lambalæri með kartöflum og piparostasósu (íslenskir ostar auðvitað). Í eftirrétt var síðan heimagerður ís, eða það stóð a.m.k. á boxinu.

Þetta var einstaklega skemmtilegur dagur, við hittum t.d. nýja Íslendinginn hana Jóhönnu og einnig Violu (hún er ítölsk en er með prófessorstöðu við HÍ í spænsku), manninn hennar Brian og 3ja mánaða gamlan son, hann Loft.

Arndís Dúna var í sjöunda himni allan daginn, fyrir utan kannski þegar hún hitti Brian, hún var skíthrædd við hann fyrst, við höldum að það hafi verið skeggið. Við ætluðum að reyna að láta hana fara að sofa svo við gætum haldið áfram að spjalla en hún var nú ekki á því. Það var allt of spennandi að heyra í öllu fólkinu. Hún gaf sér ekki einu sinni tíma til að drekka hvað þá meir.

Posted by Solla Beib at 13.04.04 12:05
Comments

Nei ertu bara lifandi,ég var farin að halda að tölvan væri biluð(tölvurnar)nú er ég grasekkja og sit bara í tölvu.Mér finnst verst að hafa ekki getað náð tetris í tölvuna það er örugglega bara klaufaskapur og vankunnátta ég kann ekkert á þetta drasl.Bið að heilsa Gunna og Arndísi og öllum hinum bæbæ.

Posted by: Amma Dúna at 13.04.04 15:17

Jahérna.. ótrúlega lítill heimur, Viola er ein af kennurunum mínum úr spænskunni í H.Í.!

Posted by: Helen at 14.04.04 21:12