mars 04, 2004

Successful shopping

Í dag fórum við mamma í Camarillo og misstum okkur alveg.

Mamma náði sér í fína drakt, töskusett (til að koma öllu dótinu heim :)), skó og enn fleiri barnaföt.

Ég verslaði líka slatta (lesist helling) af barnafötum og þvílíkt þægilega sandala.

Við vorum alveg heillengi að versla, hættum ekki fyrr en búðunum lokaði og okkur tókst ekki að fara í allar búðirnar (kannski ágætt haha). Mér finnst ég bara endurnærð eftir þetta, ekkert er betra en að kaupa föt á góðu verði :)

Gunni hefur stundum verið að hvetja mig til að finna mér áhugamál, ég held að þetta gæti bara verið málið, eða er ekki hægt að segja að versla barnaföt sé áhugamál?

Posted by Solla Beib at 04.03.04 23:09
Comments

Það er sko alveg hægt að telja upp verslunarferðir sem áhugamál. Ég er reyndar orðin ansi lunkin við að versla á netinu. Það getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar maður er með reikning á einhverri netsíðu. Það er svo auðvelt að smella bara og fá hlutina senda heim... Svo kemur þetta á næsta vísareikning... En það er nú mánuður þar til maður þarf að spá í að borga hann... I'm bad! (www.shopbop.com alveg geðveik síða).

Posted by: Anna at 05.03.04 05:50