febrúar 23, 2004

Dýragarðurinn

Við kíktum í dýragarðinn í dag, sáum meðal annars górillur, gíraffa, krókódíl, hefðbundið ljón og sæljón.

Við hittum líka kindurnar, síðast þegar ég fór í dýragarðinn þá gerði ég ærnar brjálaðar (og geiturnar og lamadýrin líka) með jarmi. Í dag þá sváfu þær bara og var alveg sama þótt ég jarmaði eins og ég ætti lífið að leysa.

Arndísi var nú nokk sama um flest dýrin, hún glápti mest á krakka en þó tókst mér að vekja áhuga hennar á sæljóninu enda var það svo nálægt að það var hægt að kyssa það (ef áhugi væri fyrir hendi).

Posted by Solla Beib at 23.02.04 22:43
Comments

Hvernig leið gírafanum með bogna hálsinn? Heilsaði hann ykkur ekki með virtum?

Posted by: Dóra Hlín at 26.02.04 21:20

Jú hann heilsaði og þakkaði fyrir síðast, svona eins og gíraffa með boginn háls sæmir.

Posted by: Solla Beib at 27.02.04 08:55

Ó mæ!... Arndís Dúna á eftir að alast upp við það að vita ekki muninn á belju og rollu!!!
Jahh... þetta eru ekki góðar fréttir fyrir pabba gamla... Sá mun ekki vera ánægður, að barnið hafi engan áhuga á kindum! Þvílíkt hneyksli ;)

Posted by: Fanney litla at 01.03.04 23:19