júlí 01, 2001

Niðr´í bæ, þar sem allt

Góðan daginn glaðan haginn!!

Í dag (eða í gær því ég byrjaði að skrifa þetta á laugardegi 30. júní) fögnuðum við útborgunardeginum sem var í gær og fórum og versluðum eins og Íslendingum sæmir. Við byrjuðum á því að versla í matinn og fórum í STÓR markaðinn hérna sem er eiginlega bara fyrir smáverslanir og STÓRAR fjölskyldur eins og nágranna okkar Mexíkóa fjölskyldurnar sem eiga helling af börnum sem leika sér á bílaplaninu. Við keyptum risabúnt af skinku, risabúnt af beikoni (fyrir Gunna), risabúnt af hakki, risabúnt af papriku, risabúnt af banönum sem kostuðu bara 99 cent sem er eiginlega minna en 2 bananar þannig að við reiknuðum út að þótt við borðuðum bara 2 banana þá borgaði þetta sig, risastóra dollu af salsa sósu (örugglega kíló), 12 dollur af túnfisk (af því þær voru svo ódýar þið skiljið) og brauð. A.m.k. þurfum við ekki að svelta næstu vikurnar :)

Við keyptum ekki bara matvörur því við fórum í bæinn í þeim tilgangi að kaupa föt handa mér, en það tókst ekki alveg eins vel og áætlað var því ég keypti bara einn bol, það verður bara að hafa það.

Á morgun er áætlunin að fara í gönguferð með klikkaða þýska vini okkar Markúsi sem er að fara að flytja frá Santa Barbara eftir nokkra daga. Mér finnst Markús aðallega klikkaður af því hann er mesti Þjóðverji sem ég þekki, a.m.k. eini maðurinn sem hefur sykur með sér heim af veitingastað af því hann á ekki sykur heima hjá sér og hann kreistir tómatsósuna út úr tómatsósubréfunum á Mac-Donalds á hverja einustu frönsku því hann segir að það sé "more efficient", það getur nú verið rétt hjá honum en maður þarf að vera Þjóðverji til að detta þetta í hug.

Posted by at 01.07.01 00:18
Comments