júlí 01, 2001

Gönguferð og smá busl.


Gönguferð og smá busl.


Í dag fórum við í gönguferð með Markúsi eins og áætlað var. Fyrsta hálftímann var ég drulluhrædd við allar pöddurnar og flugurnar en síðan fór þetta að venjast svona hægt og hægt, ég er ekki að segja að ég sé hætt að vera hrædd við pöddur, maður getur bara ekki eytt endalausri orku í að forðast þær þegar þær eru svona margar.

Við fórum nú aðeins vitlausan slóða og lentum í þvílíkum torfærum, mér tókst að minnsta kosti að renna niður skriðu og skrápa mig alla og ég varð drulluskítug frá toppi til táar. En það var sannarlega þess virði því þegar við komum á áfangastað kom í ljós afskaplega falleg lítil laug, eiginlega bara smá pollur en afskaplega fallegur, þarna eru nefnilega litlir fossar og svo laugar fyrir neðan fossana, það voru litlir fiskar í lauginni og slatta af pöddum sem ég hef aldrei séð og meira að segja halakarta, eða a.m.k. held ég að þetta hafi verið halakarta, svona eins konar froskur með hala.

Ég ætlaði nú varla að þora út í en að lokum lét ég mig hafa það og stökk út í laugina en var fljót upp úr aftur því vatnið var drullukalt og tilhugsunin um allar pöddurnar og slímið í botninum var ekkert afskaplega ánægjuleg.

Við héldum síðan heim á leið og ákváðum að fara aðra leið til baka, ég var svo heppin eins og venjulega að misstíga mig þegar við vorum nýlögð af stað heim, en þá var gott að hafa lækinn til að kæla fótinn og mér tókst að dröslast heim.

Posted by at 01.07.01 16:32
Comments