júlí 07, 2001

Peningaleysi

Þessa helgina höfðum við mikil plön. Fyrsta áætlunin var að fara í útilegu og gista nálægt heitum laugum sem eru hérna einhvers staðar í nágrenninu. Þegar nær brottför dró áttuðum við okkur á því að við höfðum ekki hugmynd um hvert við vorum að fara og hvort það mætti tjalda eða ekki. Við breyttum því planinu og ákváðum að fara bara í bíltúr og skoða laugarnar. En enn hrjáði það okkur að vita ekkert í okkar haus. Enn breyttist því planið og nú var förinni heitið í verslunarleiðangur til bæjarins Camarillo og laugarnar látnar bíða til sunnudags. Við vorum nú samt skynsöm og fórum á netið til að kanna hvað við ættum mikinn pening, bara svona rétt til að vita hvað við gætum eytt miklu. Jæja, til að gera langa sögu stutta þá fórum við bara í gönguferð um nágrennið og á morgun verðum við líklega bara heima að horfa á sjónvarpið :( Ég hata að vera fátækur.

Posted by Gunnar Gunnarsson at 07.07.01 17:55
Comments