Góðan daginn góðir hálsar!
Í dag er ég alveg hrikalega bissý (a.m.k. miðað við venjulega því ég hef ekkert að gera þessa dagana) því ég er að fara að baka fyrir te-tíma í skólanum. Venjulega eru bara keyptar kexkökur en undanfarið hefur einn af nemendunum bakað þessar líka gómsætu kökur sem hafa innihaldið svo mikið af kaloríum að þetta sund mitt og sprikl hefur farið fyrir lítið. Í gær bauðst ég til þess að koma með brauðmeti og til að toppa kaloríu neyslu undanfarna daga ákvað ég að baka vöfflur og kannski pönnukökur líka. Til að hafa þetta sem íslenskt verður auðvitað sulta (þó ekki rabarbarasulta), sykur og rjómi og til að fullkomna verkið mun ég einnig bjóða upp á kakó með rjóma. Úff það er best að drífa sig í þessu því ég vil hafa tíma til að fara út í búð og kaupa köku ef allt mistekst.
Posted by at 10.07.01 10:29