júlí 11, 2001

Pancake Queen

Ekki skil ég hvernig hún mamma mín nennti að baka pönnukökur ofan í okkur 5 systurnar. Þetta tekur alveg óendanlega langan tíma og maður er svo fljótur að borða þær að það hálfa væri nóg. Ég stóð í einn og hálfan tíma við eldavélina og útkoman var c.a. 40 pönnsur, þvílíkt og annað eins. Ekki skánaði þetta mikið þegar ég byrjaði á vöfflunum en það góða við vöfflurnar er að þær eru það lengi í járninu að það er hægt að gera annað á meðan, t.d. búa til kakó og þeyta rjóma.

Sem betur fór þá tókst þetta allt saman að lokum og allir voru ánægðir með útkomuna, það versta var að eftir að hafa hangið yfir þessu í svona langan tíma, þá langaði mig ekkert í vöfflur og pönnukökur. Næst læt ég Gunna baka, eða með öðrum orðum, það verður ekkert næst.

Posted by at 11.07.01 11:17
Comments