júlí 22, 2001

Give it to me baby!!

Vá þessi helgi er búin að vera algjört blast.
Við náðum í Óla á flugvöllinn en einhverveginn tókst okkur að fara á mis við hvert annað og það tók okkur klukkutíma að finnast. Við Gunni vorum meira að segja búin að láta athuga hvort hann hefði komist í flugið og okkur var sagt að hann hefði ekki komið með flugvélinni, það var nú samt bara misskilningur því Óli var óvart skráður inn sem Jónsson Ólafur, þ.e.a.s. þeir héldu að Ólafur væri eftirnafn hans.
Þegar við loksins komum til Völu hófst smávegis bjórdrykkja og ísát. Síðan fórum við í pool keppni, stelpur á móti strákum, sem strákarnir unnu á ótrúlega hátt :) Við Vala vorum nú samt ekki alveg af baki dottnar því við skoruðum á strákana í fótboltaspil og þar var ég heppin því Vala hefur meðfædda hæfileika á því sviði. Staðan í keppninni, Stelpur á móti strákum var því 1:1.

Á föstudaginn var síðan haldið í vatnagarðinn Hurricane Harbor. Því miður var allt of mikið að gera og við þurftum að bíða alveg heillengi í röð til að komast í tækin. Okkur tókst því ekki að fara í mörg tæki en þau sem við fórum í voru mjög skemmtileg og adrenalínið þaut um æðarnar.
Þá var röðin komin að Offspring. Við vorum mætt á tónleikana rétt rúmlega 7 og um áttaleytið byrjaði upphitunarhljómsveitin, hún var frá Svíþjóð en engan veginn í líkingu við Abba. Loksins hætti hún að spila og þá kom að Offspring, eða það héldum við. Ég hafði nefnilega ekki hugmynd um það hvernig hljómsveitarmeðlimirnir litu út og ég hafði ekki heyrt nýju lögin þeirra. Ég var því mjög fegin þegar ég uppgötvaði að þetta væri ekki Offspring því þeir voru bara ekkert góðir. Síðan leið og beið og klukkan 10 komu aðal gæjarnir loksins, það var nú alveg þess virði fannst mér því það varð alveg rífandi stemmning og alveg tryllt gaman að hoppa upp og niður og öskra með hinum. Eftir tónleikana ákváðum við að fara bara heim og reyna að vakna á sómasamlegum tíma daginn eftir, maður var nú samt allur upprifinn eftir allt þetta fjör.

Við eyddum laugardeginum að mestu niðri á strönd, drukkum bjór, did some body boarding og drukkum meiri bjór. Sjórinn var mjög notalegur og ég fríkaði ekki út þótt ég flæktist í tætlur í þara og að ég hvorki sæi né næði til botns. Ég var heldur ekki étin af hákarli þótt það geti nú alveg gerst á þessum slóðum.
Við grilluðum síðan fisk heima og drukkum enn meiri bjór og fórum í heimsókn til Russel vinar okkar Gunna til að partýast smá. Þar hittum við einmitt stelpu sem skildi ekkert í þessum frönsku gellum sem rökuðu fótleggina bara upp að hné. Við Vala ákváðum bara að sýna henni ekkert leggina á okkur:)

Núna eru Óli og Vala farin og við Gunni erum ein í kotinu aftur, mér finnst það nú heldur einmanalegt, en við ætlum nú að hitta Völu eftir tvær vikur og versla með henni og gera eitthvað skemmtilegt í LA, kannski fara í leikhús eða eitthvað.
Vá þetta er nú orðin færsla dauðans og allir hundleiðir á að lesa, best að hætta.

Posted by at 22.07.01 19:34
Comments