Um helgina bauð Russel (vinur okkar, við í eigum í alvörunni vini) okkur að koma í vínsmökkun, við þáðum það auðvitað því við viljum nú kunna okkur:) Því fórum við áðan í vínsmökkun, við byrjuðum á léttu hvítvíni og 7 tegundum síðar vorum við komin út í bragðsterkt rauðvín. Þetta var mjög skemmtilegt og við fengum líka lýsingar á blaði hvaðan rauðvínin væru og hvað væri sérstakt við þau. Við skráðum okkur síðan á vínsmökkunarlista og verðum vonandi orðin algjörir sérfræðingar innan skamms. Við fengum líka svo góða bók í jólagjöf frá Þóri bróður Gunna, Svandísi uppáhalds svilkonu minni og Bjarna bróður Gunna um vín. Ég verð núna að lesa meira í henni svo ég verði algjört séní.
Posted by at 24.07.01 00:12