Í dag fékk ég svohljóðandi bréf
Ég hélt sjálfur úti vefdagbók þangað til sl. janúar, en þá gafst ég upp á þessu, því ég var orðinn gjörsamlega þurrausinn af andargift. Ég velti því fyrir mér fyrr í sumar að taka þennan (ó)sið upp aftur, en hef ekki ennþá látið verða af því. Ég er hins vegar ennþá dyggur lesandi annarra mannadagbóka, m.a. Stjána og Stellu, og nú síðast ykkar.
Ég vona að þetta svali forvitni þinni (og þér veitir líklega ekki af einhverju svalandi miðað við hvernig hitastigið er hérna norður frá).
Ég bið að heilsa Gunna.
Kveðja,
Finnbogi Óskarsson
efnafræðingur og túbuleikari
Annars var dagurinn hjá mér frekar leiðinlegur, ég eyddi mestum tíma mínum í að fara yfir stærðfræðdæmi. Það jákvæða er nú samt að ég fór yfir skammtinn fyrir morgundaginn líka þannig ég á alveg frí á morgun. Jíbbí kóla
Posted by at 25.07.01 21:04