Ég fór inn á dagbók vina minna Stellu og Stjána áðan og brá dálítið í brún þegar ég las að þau hefðu gift sig í gær. Ég veit ekki hvort einhverjir voru viðstaddir eða hvernig þetta var því þau höfðu ekki tíma til að skrifa mikið enda á leiðinni til Rómar í dag og hefur sú ferð nú breyst í brúðkaupsferð. Þannig að tilvonandi nágrannar mínir eru ekki bara par, heldur hjón. Ég vona bara að þau róist ekkert við þetta :) Ég óska þeim innilega til lukku með hvort annað.
Ég gerði líka stórkaup í dag, ég man ekki eftir að hafa eytt svona miklum peningum áður nema í flugferðir, en ég keypti mér stafræna myndavél og minniskort fyrir hana í gegnum netið. Samtals kostaði þetta $462.90 sem er ágætlega sloppið því aðrir söluaðilar voru að bjóða alveg sömu vöruna á yfir $900. Myndavélin heitir Fuji FinePix 4700 og er voðalega flott finnst mér. Þannig að eftir viku eða svo ættuð þið að sjá nýjar myndir teknar á nýju myndavélina mína :) Húrra fyrir því. Núna held ég að Gunni neyðist til að taka af mér Visa kortið enda er það á hans nafni :)
Posted by at 26.07.01 11:57